Það fer hlýnandi
Þeir sem ætla í réttir um helgina eru án efa farnir að spá í helgarveðrið en frá deginum í dag á heldur að fara hlýnandi. Spáin gerir ráð fyrir að í dag verði hæg norðaustlæg átt, en hæg suðlæg átt á morgun. Bjart með köflum. Hiti 3 til 7 stig, en 5 til 10 á morgun.
Næstu daga eiga síðan að vera hægar suðaustlægar áttir.