Það styttist í Gæruna
Tónlistarhátíðin Gæran 2010 verður haldin á Sauðárkróki í fyrsta skipti dagana 13. og 14. ágúst. Í kringum 20 hljómsveitir munu stíga á stokk á tveim dögum. Einnig verða sýndar þrjár heimildarmyndir um íslenska tónlistarmenn. Fer hátíðin fram í einu sútunarverksmiðju landsins Loðskinn.
Innifalið í miða :
- Tveggja daga tónlistarveisla
- ca. 20 hljómsveitir
- Þrjár heimildarmyndir um íslenska tónlistarmenn
- Frítt í sund
- Ríflegur afsláttur á böllin um nóttina.
Hljómsveitirnar sem munu spila á hátíðinni eru: Davíð Jóns, Svavar Knútur, Myrká, Biggi Bix, Bróðir Svartúlfs, Erpur/Sesar A, Hljómsveit Geirmundur Valtýsson, Gillon, The Vintage, Morning after Youth, Hælsæri, Bárujárn, Fúsaleg Helgi, Binni Rögg, Best fyrir, Bermuda, Nóra, Hoffmann, Múgsefjun, Herramenn. Athugið að listinn er ekki tæmandi.
Kynnar Gærunnar eru engir aðrir en taktkjaftarnir Siggi Bahama og Beatur.
Upplýsingar má nálgast á www.gæran.is og á facebook síðu hátíðarinnar
Miðasala er hafin á midi.is
Kkv. nefndin ;)=
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.