Þæfingsfærð á Þverárfjalli og þungfært frá Ketilás í Siglufjörð

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli. Þungfært er frá Ketilás í Siglufjörð. Búið er að opna vegin um Holtavörðuheiði, eins og fram kom í frétt á vefnum í morgun, en einbreitt er á köflum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát. Ófært er á Öxnadalsheiði en verið er að moka.

Hægt vaxandi sunnanátt á Ströndum og Norðurlandi vestra þegar kemur fram á daginn, 8-13 m/s seinnipartinn og slydda, en rigning í kvöld og hiti 1 til 5 stig. Sunnan 5-10 á morgun og slydduél. Heldur kólnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 og stöku él. Vaxandi norðanátt síðdegis, 15-25 m/s um kvöldið, hvassast NV-til, en mun hægari vindur A-lands. Snjókoma eða él, en úrkomulítið á S-verðu landinu. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Norðan 13-20 m/s með snjókomu eða éljum, en bjart með köflum S-lands. Frost 0 til 5 stig.

Á föstudag:

Norðan 5-10 m/s, en 10-15 austast. Léttskýjað á S- og V-landi, annars dálítil él. Frost 2 til 10 stig.

Á laugardag:

Hæg breytileg átt og bjart veður, en sums staðar él við ströndina. Talsvert frost.

Á sunnudag:

Vestlæg átt og víða él.

Fleiri fréttir