Þerney landar á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
25.08.2010
kl. 16.19
Frystitogarinn Þerney RE 101sem er í eigu HB-Granda liggur nú í Sauðárkrókshöfn en verið er að landa úr honum um 150 tonnum af frystum sjávarafurðum, mest ufsa og ýsu.
Togarinn var á veiðum úti fyrir Norðurlandi og var búið að vinna afurðir í u.þ.b. sex þúsund kassa um borð. Vegna hertra reglna um tilfærslu kvóta á milli ára var ákveðið að sigla til næstu hafnar og losa skipið áður en nýtt kvótaár byrjar þann 1. september nk. Gengið er frá aflanum í átta gáma sem fluttir verða suður að löndun lokinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.