Þjóðhátíðardagskrá á Blönduósi
17. júní verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi með pompi og prakt. Aðal hátíðardagskráin mun fara fram á skólalóð Blönduskóla en þar mun Villi Vandræðaskáld stjórna dagskránni. Fólk úr heimabyggð og krúttraddir Barnabæjar munu flytja tónlistaratriði, þar verður hoppukastali fyrir börn, vítaspyrnukeppni á sparkvellinum og margt fleira.
/SMH