Þjóðsögur úr Húnavatnssýslum komnar út á þýsku
Bókaútgáfan Merkjalækur hefur gefið út bók með húnvetnskum þjóðsögum á þýsku. Nefnist hún Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla og er undirtitill hennar Eine Auswahl aus der Volkssagensammlung von Jón Árnason. Bókin hefur að geyma 26 þjóðsögur úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Magnús Pétursson, prófessor í málvísindum við Háskólann í Hamborg, þýddi sögurnar á þýsku. Teikningar í bókinni eru eftir Guðráð B. Jóhannsson ásamt korti af Húnavatnssýslu þar sem merktir eru inn á ýmsir sögustaðir sem koma fyrir í sögunum. Guðráður gerði líka bókarkápu.
Sigurður H. Pétursson á Merkjalæk, sá um útgáfu bókarinnar sem er prentuð, límd og skorin hjá Bókaútgáfunni Merkjalæk. Sigurður segir að bókin sé hugsuð fyrst og fremst til sölu handa ferðamönnum sem koma í Húnavatnssýslu og vilja kynnast sýslunni nánar en hér sé einnig á ferðinni tilvalin gjöf til þýskumælandi vina erlendis.
Bókin er seld beint hjá útgefanda (sighp46@gmail.com, s. 892-3215) og í versluninni Hitt og þetta handverk, Aðalgötu 8, Blönduósi, s. 860-7077.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.