Þriðja bjórhátíðin á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum er nú haldin þriðja árið í röð að Hólum í Hjaltadal. Hátíðin fer fram laugardaginn 1. júní frá 15:00 til 19:00. Helstu bjórframleiðendur landsins mæta á svæðið og kynna fjölbreytt úrval gæðabjóra. Kosið verður um besta bjórinn og keppt í kútaralli.

Bjórhátíðin er haldin að undirlagi Bjórseturs Íslands sem staðsett er á Hólum og er rekið af hópi áhugamanna um bætta bjórmenningu landsmanna. Fjöldi miða á hátíðina er takmarkaður og eru miðar seldir á vefsvæðinu midi.is. Nánari upplýsingar má finna á Fésbókarsíðu Bjórseturs Íslands.

Tengiliðir hátíðarinnar eru:
Bjarni Kristófer Kristjánsson (bjakk@holar.is) sími: 894-4771
Guðmundur Björn Eyþórsson (gbe@holar.is) sími: 869-1494

Fréttatilkynning/KSE

Fleiri fréttir