Þriðja tölublað ICEVIEW komið út

Mynd af www.theiceview.com
Mynd af www.theiceview.com

Þriðja tölublað ICEVIEW er komið út. Tímaritið fjallar um verk rithöfunda og listamanna, sem ferðast til Íslands, í sköpunarhugleiðingum. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum, myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra.

Tímaritinu er ætlað að brúa það bil, sem skapast getur milli íbúa og gesta, sem dvelja tímabundið á landinu og þannig skapa vettvang fyrir listamenn til að koma list sinni á framfæri við breiðan hóp unnenda. ICEVIEW er meira en bara listatímarit fyrir listamenn, útgáfunni er beint að öllum íbúum landsins sem fá tækifæri á að eiga samtal við samfélög listamanna sem þróast hafa á landinu.

Ritstjóri Iceview er KT Browne og aðstoðarritstjórar eru Emilie P. Slater og Katharina Schneider.

nList, sem er útgefandi ICEVIEW, eru almenn félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Með félaginu hafa aðstandendur áhuga á að kanna snertifleti lista og vísinda með gagnrýnni hugsun og þverfaglegri samvinnu. Útgáfa nList leggur áherslu á breidd tungumála og að samtvinna texta og myndform til að koma túlkun sinni á framfæri við samfélag hugsuða.

Hægt er að panta eintak af tímaritinu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir