Þrjú heilsársstörf líffræðinga á Selasetrinu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
30.11.2016
kl. 14.53

Á myndinni má sjá, til vinstri, Sigurð Líndal Þórisson, framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands, og Sigurð Guðjónsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, til hægri, við undirritun samningsins.
Selasetur Íslands og Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafamiðstöð hafs og vatna, undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára þann 25. nóvember 2016. Samningurinn gengur í gildi 1. janúar 2017.
Samningurinn tryggir að þrjú heilsársstörf líffræðinga Hafrannsóknastofnunar, hýst á Selasetrinu, í stað eins starfs áður. Greint er frá þessu á vefsíðu Selasetursins.