Þrjúhundruð manns á málþing um Guðrúnu frá Lundi

Um þrjúhundruð manns mættu á málþing um Guðrúnu frá Lundi sem haldið var Fljótum s.l. laugardag. Fljótin voru fæðingarsveit skáldkonunnar og þar er bærinn Lundur sem hún kenndi sig ávallt við þótt hún flytti úr sveitinni á unglingsárum.   Hugmyndin að málþinginu kom upp meðal heimafólks í Fljótum í vetur. 

Fljótlega eftir það var Guðjón Ragnar Jónasson M.A í íslenskum fræðum fenginn til aðstoðar við að hrinda verkefninu í gang. Má segja að undirbúingurinn hafi að mestu  hvílt á honum og Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur umsjónarmanni félagsheimilisins Ketiláss.    Málþingið bar yfirskriftina   Er enn líf í Hrútadal?   Hrútadalur er sögusvið bókanna Dalalíf sem gerðu Guðrúnu þjóðþekkta á skömmum tíma. Eins og áður sagði komu um 300 manns á þingið. Það er meira en félagsheimilið rúmaði en komið hafði verið fyrir tjaldi við samkomuhúsið og þar gat fólk setið og hlítt á umræður. Mikla ánægju mátti greina meðal fólks sem sótti málþingið og er ljóst af þessu að Guðrún frá Lundi á enn dyggan aðdáendahóp um allt land.

Myndir og texti: ÖÞ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir