Tifar tímans hjól meðal mest sóttu leiksýninganna
Í gær var birt frétt á leiklist.is um mest sóttu sýningar aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið 2012-2013.
Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauðárkróks, Tifar tímans hjól var 8. mest sótta sýning leikársins og sáu 1268 áhorfendur sýninguna.
Hér má sjá hluta af klausu frá Bandalaginu og listann yfir mest sóttu sýningarnar:
Settar voru upp 85 leiksýning sem sýndar voru 523 sinnum og tóku þátt í þeim 1.359 manns. Heildarfjöldi áhorfenda á sýningum aðildarfélaga Bandalagsins var 34.438 manns.
20 best sóttu sýningarnar voru þessar:
1. Borgarbörn – Jólaævintýrið, 2231 áhorfendur á 26 sýningum
2. Freyvangsleikhúsið – Skilaboðaskjóðan, 1734 áhorfendur á 19 sýningum
3. Leikfélag Hörgdæla – Djákninn á Myrká, 1678 áhorfendur á 21 sýningu
4. Freyvangsleikhúsið – Dagatalsdömurnar, 1582 áhorfendur á 22 sýningum
5. Leikfélag Húsavíkur – Ást, 1466 áhorfendur á 20 sýningum
6. Leikfélag Selfoss – Þrek og tár, 1464 áhorfendur á 22 sýningum
7. Leikfélag Vestmannaeyja – Grease, 1291 áhorfandi á 10 sýningum
8. Leikfélag Sauðárkróks – Tifar tímans hjól, 1268 áhorfendur á 14 sýningum
9. Leikfélag Fljótsdalshéraðs – Kardemommubærinn, 1259 áhorfendur á 12 sýningum
10. Leikfélag Ólafsfjarðar – Stöngin inn!, 972 áhorfendur á 17 sýningum
11. Leikfélag Vestmannaeyja – Alla, allra, langbesta jólaleikrit allra tíma, 883 áhorfandi á 10 sýningum
12. Leikfélag Dalvíkur – Eyrnalangir og annað fólk, 820 áhorfendur á 14 sýningum
13. Umf. Gnúpverja, leikdeild – Saumastofan, 785 áhorfendur á 15 sýningum
14. Leikfélag Keflavíkur – Jólin koma .. eða hvað?, 748 áhorfendur á 9 sýningum
15. Leikfélag Kópavogs – Gutti og félagar, 634 áhorfendur á 12 sýningum
16. Leikfélag Mosfellssveitar – Hamagangur í helli mínum, 620 áhorfendur á 7 sýningum
17. Leikfélag Mosfellssveitar – Gauragangur, 600 áhorfendur á 7 sýningum
18. Litli leikklúbburinn – Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, 592 áhorfendur á 11 sýningum
19. Leikfélag Sólheima – Skilaboðaskjóðan 590 áhorfendur á 6 sýningum
20. Leikfélag Hveragerðis – Með vífið í lúkunum, 590 áhorfendur á 12 sýningum
