Tindastóll gjörsigraði Laugdæli

Laugdælir áttu ekki góða helgi á Norðurlandinu um helgina en stelpurnar heimsóttu bæði Þór á Akureyri sl. laugardag og Tindastól á Sauðárkróki á sunnudag og létu í minnsta pokann í leikjum í fyrstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Í stuttu máli voru sunnlensku stelpurnar gjörsigraðar í báðum leikjunum en á Akureyri fór leikurinn 96:46 fyrir Þór og á Króknum 91:26 Tindastóli í vil.

Eftir leiki helgarinnar situr Tindastóll í öðru sæti með 4 stig, jafnmörg og Stjarnan sem er í efsta sæti en hefur leikið einum leik skemur.

Sjá stöðuna HÉR

Myndir hægt að nálgast HÉR

Fleiri fréttir