Tindastóll hóf Íslandsmótið með sigri

Tindastóll sigraði Snæfell í fyrsta leik liðanna í Iceland-Express deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Óvenju lágt skor var í leiknum en hann endaði 57-55 fyrir Tindastól. Því miður er ekki komin nein tölfræði inn á vef körfuknattleikssambandsins og ekki vitað um annað en að Svavar Atli Birgisson var stigahæstur Tindastólsmanna með 14 stig.

Næsti leikur Tindastóls er í Síkinu á Sauðárkrók á sunnudaginn þegar Fjölbrautaskóli Suðurlands kemur í heimsókn í Iceland-Express deildinni. Leikurinn hefst kl. 19.15.

Fleiri fréttir