Tindastóll leikur til úrslita á morgun

 Úrslitaleikur 3. deildar fer fram á morgun laugardag er Tindastóll mætir Dalvík/Reyni á Ólafsfirði klukkan 13:00. Feykir.is hvetur þá sem ekki verða uppteknir í réttum að skella sér í góðan bíltúr og hvetja strákana okkar til sigurs í deildinni.

Annað kvöld verður síðan Uppskeruhátíð Knattspyrnudeildar .Hátíðin verður að þessu sinni í íþróttasal Barnaskólans, eins og hún var fyrir tveimur árum og tókst afar vel.

Húsið opnar 19:45 og hátíðin hefst kl. 20:00

Á dagskránni verða ávörp, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingar og að sjálfsögðu veisluhlaðborð frá Ólafshúsi.

Skráning stendur yfir hjá Ómari Braga ( 898 1095 ) og eins á Hárgreiðslustofunni Hjá Ernu.

Skráningu þarf að ljúka fyrir kl. 17:00 á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir