Tindastóll úr leik í Powerade bikarnum

Tindastóll sótti ekki gull í greipar Snæfellinga í gærkvöldi í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar. Snæfell sigraði örugglega 97-72 eftir að staðan í hálfleik var 45-30. Tindastóll gerði aðeins 11 stig í öðrum leikhluta á móti 23 stigum þeirra Hólmara og varð það erfiður biti að kyngja þegar upp var staðið.

 

Leikmaðurinn með stóra nafnið Michael Bonaparte var stigahæstur í liði Stólanna með 22 stig, daninn stóri og stæðilegi Sören Flæng gerði 18 og Svavar Birgisson var með 15 stig.

Fleiri fréttir