Tískusýning við Minjahúsið 3. júlí

Glæsileg tískusýning verður haldin við Minjahúsið á Sauðárkróki laugardaginn 3. Júlí klukkan 13:00 en þar munu stórglæsileg módel í hinum ýmsu stærðum og gerðum sýna föt frá Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands.

Fatamarkaður verður í Rauðakrosshúsinu sama dag frá klukkan 12:00 til 16:00. Feykir skorar á hugmyndaríka unga og upprennandi hönnuði að láta sig ekki vanta skoða gömul klæði, uppgötva  möguleikana í þeim, gera góð kaup og fara síðan og skemmta sér konunglega við saumavélina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir