Tónlist Ouse sótt 1,4 milljón sinnum á mánuði

Á heimasíðu menntamálaráðuneytisins kemur fram að samtals hafi verið veitt 18.000.000 kr. til 67 mismunandi hljóðritunarverkefna. Skiptast styrkveitingar þannig að 39 þeirra fara til ýmiss konar rokk-, hip-hop- og poppverkefna, 22 styrkveitingar til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og sex jazzverkefni voru styrkt.

Vinsældir Ásgeirs Braga á tónlistarrásum Alnetsins hafa verið með eindæmum en á Spotify má sjá að tónlist hans er sótt tæplega 1,4 milljón sinnum á mánuði og er hann með rúmlega 45 þúsund fylgjendur, á þeirri streymisveitu einni.

„Já, ég er einmitt núna að vinna í enskri plötu en er búinn svona 90% að klára íslensku plötuna. Mig vantar bara nokkra íslenska artista til að vera með mér í þessum lögum. Lögin eru á íslensku og eru meira eða minna bara mjög svipuð lögunum mínum á ensku. Eini munurinn er sá að ég kann mikið flottari og skemmtilegri orð á íslensku, þannig að ef eitthvað er þá er textinn bara betri þannig,“ segir Ásgeir Bragi.

Á Twitter birti Björgvin Ingi Ólafsson þetta athyglisverða graf en á því sést að Ásgeir Bragi, eða Ouse, er sjöundi vinsælasti íslenski listamaðurinn á Spotify, nær jafnfætis nafna sínum Ásgeiri Trausta.

 

Til stóð að Ouse kæmi fram á tónleikum í Bandaríkjunum í vor en vegna Covid ástands gat ekki orðið af því. „Já, það voru mörg plön hjá mér árið 2020. Spila á tónleikum, hitta artista og fólk frá stórum útgáfufyrirtækjum, en aðallega til að fara í túr með vini mínum, Powfu, sem núna er einn vinsælasti tónlistarmaður í heiminum. Þessi veira hefði ekki getað komið á verri tíma fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir