Tónlistarskóli Austur-Húnavetninga fékk fiðlu að gjöf

Mynd af tonhun.is.
Mynd af tonhun.is.

Á heimasíðu Tónlistarskóla Austur-Húnavetninga segir að í dag hafi skólanum borist höfðingleg gjöf þegar Lara Kroeker frá Vancouver í Kanada kom í heimsókn færði skólanum fiðlu að gjöf. Lara Kroeker dvelur í Nes-listamiðstöð á Skagaströnd og langaði að færa tónlistarskólanum fiðluna sem þakklætisvott til samfélagsins fyrir góðar móttökur.

Í frétt skólans segir að gefandinn ætli að halda tónleika í Menningarhúsinu Bjarmanesi á mánudaginn nk. Kl. 20:30 og eru allir hvattir til að fara og hlusta á hana og tónlistina sem hún hefur verið að semja síðustu vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir