Torskilin bæjarnöfn - Harrastaðir í Vesturhópi og Skagaströnd

Neðri-Harrastaðir í Skagabyggð. Mynd: PF.
Neðri-Harrastaðir í Skagabyggð. Mynd: PF.

Bæirnir eru 2 í Húnavatnssýslu (af 3 samnefndum á landinu) og heita rjettu nafni Harrastaðir, eins og eftirgreindar heimildir sýna: Landamerkjabrjef Finnsstaða frá 1387 hefir Harra- (DI. III. 398) og sölubrjef um Hól í Bolungarvík, ársett 1449, sömul. Harra. (DI. IV. 755.) Úr miðri 15. öld (sjá t.d. Auðunarmáldaga og Auðbrekkubrjef frá, 146l og 1445. DI. V. 354 og DI. IV. 664) bólar á afbökuninni Hara- og eftir 1500 virðist rjetta nafnið týnt. (Sjá t.d. DI. VII. 302 og DI. IX. 154 o.v.) Harrastaðanafnið Í Vesturhópi hefir þó breyzt fyr, því 1344 (DI. V. bls. 2) er það ritað Hara, en getur vel verið misritun, því Harra- er það skrifað árið 1472 tvívegis í sama brjefi, sem geymst hefir á skinni.

(DI. V. bls. 664.) Eftir 1500 finst ekki upprunanafnið og jafnvel í nýja jarðamatinu er gamla latmælið: Hara. (BIs. 115.) Bersýnilega eru bæirnir kendir við mannsnafnið Harri. Og það er einmitt merkilegt að þetta Harranafn finst hvergi nema í Húnavatnsþingi. Landnáma (bls. 127) er þar fyrst til frásagnar: „Ormr hét maðr er nam Ormsdal ok bjó þar; hann var faðir Odds, föður Þórodds, föður Helga, föður Harra, föður Jóru, móður Þórdísar, móður Tanna, föður Skafta.“ Jeg tel mjög líklegt, að Harri þessi hafi fyrstur bygt á Harrastöðum í Vesturhópi eða búið þar og Tanni á Tannastöðum í Hrútafirði, sem nú er alm. nefndur Tannstaðir, því vafalaust hafa niðjar Orms í Ormsdal (nú í eyði) bygt þar í nánd. Í þessum sveitum hefr líka Harranafnið haldist við, fyrst og fremst í ættinni, fram yfir 1300, því Sturlunga (lll. bls. 1l5) getur um „Harra bónda í Miðhópi“. Einnig er einhver Harri nefndur í skuldareikningi úr Húnavatnssýslu, frá 1340 (Dl. II. 727), en eftir þetta virðist Harranafnið detta úr sögunni.

Það fylgist því nokkuð að: bæjanafnið rjett meðan mannsnafnið þekkist, en eftir það Hara- (latmæli sbr. Starastaðir fyrir eldra nafnið Starra- eftir Goðdala-Starra. Sjá Landn. bls. 140). Því skal og bætt við, að hari sem mannsnafn finst hvergi í íslenzkum fornritum, sem sannar líka að rjetta nafnið er Harrastaðir. (Nokkuð annan uppruna hefir Harrastaðanafnið í Dalasýslu, en það verður ekki rakið hjer.) Harranafnið er æfagamalt. Snorri Sturluson nefnir Harra meðal sona Hálfdanar gamla. (Snorra Edda bls. 252.) Og í fornkvæðum tíðkast það miög sem konungskenning (ekki Hari. Sjá Lexicon Poet. bls. 229). Harri þýðir víst upphaflega harðlyndur (her)maður; samst. við lys.o. harðr; Nýn. harre og harren, og s.stofna fornþ. orðinu herz er þýðir stinnur, ósveigjanlegur. (Sjá Torp: bls. 200+211.)

Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar

 Áður birst í 23. tbl. Feykis 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir