Örfáar mínútur í hvíld í marga klukkutíma
Feykir sagði frá því um daginn þegar Þuríður Elín Þórarinsdóttir hljóp sinn allra lengsta bakgarð til þessa, eða hvorki meira né minna en 221,1 km, sem fólk eins og ég og þú eigum pínulítið erfitt með að ná utan um. Þuríður var í fjórða sæti af heildarkeppendum og í öðru sæti kvenna. Fyrir þá sem ekki vita hvað Bakgarðurinn er þá er það hlaup, þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari, sem þýðir að Þuríður hljóp í 33 klukkustundir. Hvíldin sem keppandinn fær ræðst af því hvað hann er fljótur að hlaupa hringinn, því alltaf þarf að legga af stað í þann næsta á heila tímanum. Blaðamaður Feykis heyrði í Þuríði aðeins til að taka stöðuna.
