Tvær stúlkur úr Tindastóli voru í U-15 ára landsliðinu í körfubolta

Tvær stúlkur úr Tindastóli voru í U-15 ára landsliði stúlkna sem sigraði á Copenhagen Invitational mótinu sem haldið var á dögunum.

Þetta voru þær Bríet Lilja Sigurðardóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir.

U-15 ára landslið stúlkna gerði sér lítið fyrir og lagði danska landsliðið af velli í úrslitaleiknum þann 16. júní sl. Eftir æsispennandi leik var staðan 43 - 43 eftir venjulegann leiktíma og því þurfti að framlengja. Stelpurnar sýndu mikinn styrk í að klára leikinn og endaði hann með 7 stiga sigri, 57:50. Körfuknattleikssamband Íslands segir frá þessu.

Fleiri fréttir