Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Tveir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmits samkvæmt nýrri tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. Tekið er fram í tilkynningu að smitin séu landamærasmit og því ekki tilkomin á svæðinu. Fólk er samt sem áður hvatt til að halda vöku sinni áfram og muna einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Sex greindust með kórónónuveiru á landinuí gær, þar af voru þrír í sóttkví. Tíu greind­ust með virkt smit á landa­mær­un­um en tveir reynd­ust með mót­efni. 14 bíða niður­stöðu mót­efna­mæl­ing­ar. 242 eru nú í sóttkví á landinu öllu og 164 í einangrun samkvæmt tölum á covid.is. 19 eru á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. 
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir