Tveir í kjöri til vígslubiskups í Hólaumdæmi

Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh
Hóladómkirkja - september 2019 - mynd: hsh

Í lok maí greindi Feykir frá því að tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk og 25 einstaklingar fengu tilnefningu og að Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, fékk flestar tilnefningar.

Fram kemur á Kirkjan.is að af þeim sem fengu tilnefningar verða tveir í kjöri, þeir Sr. Gísli Gunnarsson og Sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur Grenjaðarstaðarprestakalls.

Kosning fer fram 23. - 28. júní næstkomandi.

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir