Umferðaróhöpp í Húnaþingi vegna hálku
Tvö umferðaróhöpp urðu í Húnaþingi vestra á mánudagskvöld vegna hálku. Annars vegar valt flutningabíll á þjóðvegi 1, við afleggjarann á Heggstaðanes, um þrjá kílómetra norðan við Staðarskála. Hins vegar fór fólksbíll út af skammt frá Reykjum í Hrútafirði.
Farþega fólksbílsins sakaði ekki en ökumaður flutningabílsins var fluttur til aðhlynningar á heilsugæsluna á Hvammstanga og þaðan áfram til skoðunar í Reykjavík. Feykir hefur ekki upplýsingar um hversu alvarleg meiðsli hans eru.