Undankeppni Stíls 2014
feykir.is
Skagafjörður
27.10.2014
kl. 11.17
Þriðjudaginn 28. október fer fram undankeppni Stíls í Húsi frítímans. Tvö lið eru skráð til leiks og keppa þau um hvort þeirra fer í Hörpuna 29. nóvember. Allir eru velkomnir að kíkja í Hús frítímans og fylgjast með keppninni sem fer fram milli kl. 17 og 18:30.
Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Í ár er þemað TÆKNI.
Markmið Stíls eru að:
- Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.
- Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna.
- Unglingarnir komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.