Undir bláhimni

Svona var staðan í hádeginu í dag og í skjóli fyrir norðangolunni var hægt að hæggrillast í görðum á Króknum og efalaust víðar hér í westrinu. MYND: ÓAB
Svona var staðan í hádeginu í dag og í skjóli fyrir norðangolunni var hægt að hæggrillast í görðum á Króknum og efalaust víðar hér í westrinu. MYND: ÓAB

Sumarið 2025 heldur áfram að gefa. Í dag er stilltt og hlýtt á Norðurlandi vestra og þátttakendur í Sumarkjóla- og búbbluhlaupi á Króknum hafa vonandi slett á sig sólarvörn til að tryggja traust tan og minnka hættu á brunaskemmdum. Það er áfram spáð hlýju veðri en í nótt og á morgun fáum við nokkrar rigningarskúrir til að vökva gróðurinn og halda grasinu grænu.

Veðurstofan gerir ráð fyrir hita á bilinu 13-18 gráður yfir hádaginn í það minnsta fram á föstudag og sólin virðist verða nokkuð tíður gestur. Eina sem hefur sett strik í sumarreikninginn eru tíðar heimsóknir þokubakka sem eru nú frekar þreytandi.

En, það gæti verið snjallt að skella sér í sumarfrí í næstu viku.

Fleiri fréttir