Undirskriftarsöfnun gegn brottvikningu Kristjáns
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.06.2017
kl. 15.05
Í gær var sett af stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla fyrirvaralausri brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar yfirlögregluþjóns á Blönduósi úr starfi. Skorað er á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afturkalla „þessa aðför óreynds lögreglustjóra að lögreglumanni og að ríkið standi að fullu við fyrirheit fyrrverandi ráðherra dómsmála,“ eins og segir á vef undirskriftarsöfnunarinnar.
Kristjáni Þorbjörnssyni, yfirlögregluþjóni á Blönduósi, var sagt upp 18. maí síðastliðnum, án fyrirvara og var staða hans lögð niður. Kristján hafði starfað í 36 ár hjá lögreglunni og átti um eitt ár eftir í eftirlaun. Undirskriftarsöfnunin er rafræn og má taka þátt í henni HÉR.
/Húni.is