Unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar
feykir.is
Skagafjörður
06.01.2015
kl. 13.28
Starfsmenn verktakafyrirtækisins Björgunar hófu dýpkun í Sauðárkrókshöfn á sanddæluskipinu Perlunni um helgina. Samkvæmt vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður samtals dælt um 22.000m3 af tveimur svæðum, svæði innan hafnarinnar og fyrir framan öldubrjót við hafnarminnið.
Unnið er á sólarhringsvöktum á skipinu og tekur það um 300 rúmmetra í hverri ferð. Hluti af efninu úr dýpkuninni verður dælt á land á svæði þar sem gamla smábátahöfnin var staðsett.
Verkkaupar eru siglingasvið Vegagerðarinnar og Sveitarfélagið Skagafjörður.