Úrslit Félagsmóts Stíganda
Félagsmót Stíganda fór fram á sunnudag í norðangarra með rigningu á milli. En keppendur létu það ekki á sig fá heldur tóku þátt í fínu móti á Vindheimamelum. Eftir forkeppni í B-flokki sem var á hringvellinum þurfti að færa aðrar greinar á beinu brautina næst dómskúr vegna mikillar bleytu og leðju á hringvellinum. Tóku knapar þessu vel og öttu harða keppni.
A-flokkur
Fork./ úrslit
- 1. Þorsteinn Björnsson og Kylja frá Hólum 8,33 / 8.34
- 2. Sveinn Brynjar Friðriksson og Gaumur frá Varmalæk 8,19 / 8,12
- 3. Gestur Stefánsson og Sveipur frá Borgarhóli 8,09 / 8,01
- 4. Helgi H.Jónsson og Snoppa frá Glæsibæ 7,94 / 7,83
- 5. Sæmundur Sæmundsson og Baugur frá Tunguhálsi 2 8,10 / 7,43
- B-flokkur
- 1,Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum 8,45 / 8,37
- 2. Elvar Einarsson og Lárus frá Syðra-Skörðugili 8,29 / 8,25
- 3. Sæmundur Sæmundsson og Glæðir frá Tjarnarlandi 8,25 / 8,21
- 4. Sæmundur (Líney Hjálmars í úrsl) og Drottning frá Tunguh 2 8,22 / 8,12
- 5. Alma Gulla Mattíasdóttir og Tónn frá Tunguhálsi 2 8,19 / 8,03
- Unglingaflokkur
- 1. Jón Helgi Sigurgeirsson og Bjarmi frá Enni 8,22 / 8,20
- 2, Katarína Ingimarsdóttir og Johnny Be Good frá Hala 8,20 / 8,18
- 3. Rósanna Valdimarsdóttir og Vakning frá Krithóli 8,16 / 8,17
- 4. Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir og Bjálki frá Hjalla 8,02 / 8,00
- 5. Kristófer F.Stefánssson og Kjarkur frá Stóru-Gröf ytri 7,75 / 7,89
Rósanna var einnig með Spennu frá Krithóli sem var fjórða eftir forkeppni en hún reið Vakningu í úrslitunum. Einnig þurfti Katarína að velja á milli því hún var með Lóm sinn frá Flugumýri í sjötta sæti eftir forkeppni, þannig að Kristófer kom inn í úrslit úr sjöunda sæti.
- Barnaflokkur
- 1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjamóti 8,57 / 8.50
- 2. Rakel Eir Ingimarsdóttir og Vera frá Fjalli 8,35 / 8,15
- 3. Helga Benediktsdóttir og Þytur frá Hólum 7,99 / 8,14
- 4.Viktoría Eik Elvarsdóttir og Taktur frá Hestasýn 7,66 / 8,05
- 5. Helgi Fannar Gestsson og Njáll frá Höskuldsstöðum 7,95 / 7,85
Rakel Eir reið einnig Klakk frá Flugumýri og lenti í fimmta sæti eftir forkeppni en valdi hana Veru til að ríða úrslitin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.