Útimarkaður í gamla bænum á Blönduósi laugardaginn 29. júlí
Laugardaginn 29. júlí nk. verður haldinn útimarkaður í gamla bænum á Blönduósi frá kl. 14 - 17.
Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt eru beðnir um að hafa samband við Ingunni Gísladóttur í síma 612 9800.
Fleiri fréttir
-
Lagt til að kosið verði um sameiningu 28. nóv til 13. des
Samráðsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórnir sveitarfélaganna að íbúakosning um tillögu um sameiningu fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi og að kosningaaldur miðist við 16 ár.Meira -
Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti 2. deildar
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 13.09.2025 kl. 21.46 oli@feykir.isSíðasta umferðin í 2. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og héldu Húnvetningur austur og land og mættu botnliði Hattar/Hugins á Fellavelli. Lið heimamanna var þegar fallið niður í 3. deild og gestirnir sigldu lygnan sjó í efri hluta deildarinnar og því ekki mikið undir. En fyrst menn eru að renna þessa leið austur í rigningu og roki þá er kannski bara best að spýta í lófana og hirða stigin sem í boði eru og það gerði lið Kormáks/Hvatar. Lokatölur 2-4.Meira -
Stólarnir rúlluðu yfir lið Hattar í gærkvöldi
Það var frábær mæting í Síkið í gærkvöldi þegar Tindastóll lagði Hött í æfingaleik í Síkinu með 111 stigum gegn 84. Þetta var annar leikur liðanna í sömu vikunni en í fyrri viðureigninni sem fram fór á Egilsstöðum höfðu Stólarnir sömuleiðis betur, 87-103.Meira -
Gaman að setja niður bösserþrist
Júlía Marín Helgadóttir var íþróttagarpur Feykis í tbl. 18 á þessu ári en hún er fædd á því fallega ári 2011 sem þýðir að hún er ein af þeim krökkum sem fermdust sl. vor í Sauðárkrókskirkju. Júlía Marín býr í Ártúninu á Króknum og var með veisluna heima hjá sér og bauð frekar mörgum, eins og hún orðar það sjálf, þar sem gestir gæddu sér á sushi og sætabrauði. Feykir hafði samband við Júlíu Marín því hún hefur, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur mörgum sinnum, orðið Íslandsmeistari í badminton og því tilvalið að senda henni íþróttagarpsspurningarnar og auðvitað var hún til í að svara þeim.Meira -
Kjúklingasalat og rabarbarapæ | Matgæðingur Feykis
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst, Lokað efni 13.09.2025 kl. 09.38 siggag@nyprent.isMatgæðingur vikunnar í tbl. 20 var Helena Mara Velemir sem er búsett á Skagaströnd og starfar sem matreiðslumaður á Harbour restaurant & bar. Helena býr með honum Elvari Geir Ágústssyni sem starfar sem háseti á Þerney. „Við erum bæði fædd og uppalin á Skagaströnd. Saman eigum við hundinn Mola og síðan á ég á eina dóttir fyrir hana Láreyju Maru.“Meira