Varað við klakamyndun á Sauðá

Sauðáin og umhverfi hennar er varhugavert um þessar mundir. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS
Sauðáin og umhverfi hennar er varhugavert um þessar mundir. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS

„Mikill kuldi hefur verið síðustu daga og vikur og vegna þessa er nú mikil klakamyndun og ísing á ám og lækjum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar en biðlað er til foreldra og forráðamanna að brýna fyrir börnum að leika sér ekki á ísnum á Sauðá, né í kringum ána.

„Nauðsynlegt er að ræða við börn um hættuna sem stafar af slíkum leik,“ segir á síðunni en fram kemur að talsvert vatn sé einnig farið að renna ofan á ísnum á Sauðánni á köflum.

Það er búið að vera kalt og stillt frá því í síðustu viku og sjá má í spám Veðurstofunnar að gert er ráð fyrir áframhaldi á þessu ljúfa en kalda veðri áfram næstu vikuna. Ekki er að sjá nokkra úrkomu í spánni fyrr en nk. þriðjudagskvöld en þá dregur loks úr frosti en engu að síður gert ráð fyrir éljum. Margt getur þó breyst í veðurkortunum á sex dögum...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir