Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og vegan Oreo ostakaka

nammi namm. Uppskriftir og myndir teknar af Veganistur.is
nammi namm. Uppskriftir og myndir teknar af Veganistur.is

Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og hérna kemur uppskrift af einum geggjuðum vegan hamborgara ásamt vegan oreo ostaköku. Mæli með að prufa... 

AÐALRÉTTUR
Hamborgari með bjórsteiktum lauk - 4 stk hamborgarar
    440 g formbar hakkið frá Anamma – fæst í Hagkaup og Bónus
    1 msk. laukduft
    1 msk. hvítlauksduft
    1-2 tsk. sojasósa
    1 tsk. gróft sinnep eða dijon sinnep
    2 tsk. kjöt og grillkrydd
    salt og pipar
    BBQ sósa til að pensla yfir (má sleppa)

Aðferð: Takið hakkið úr frysti u.þ.b. klukkutíma áður en matreiða á borgarana. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna. Mótið fjögur buff úr hakkinu (u.þ.b. 110 g hvert buff) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Pennslið með BBQ sósu áður en borgararnir eru matreiddir ef þið kjósið.

Vegan hamborgarasósa:
    1 til 1 og 1/2 dl vegan majónes
    1/2 dl tómatsósa
    1/2 dl mjög smátt saxaðar súrar gúrkur
    1 tsk. paprikuduft
    1 tsk. hvítlauksduft
    1 tsk. laukduft
    salt

Aðferð: Allt sett í skál og hrært saman.

Bjórsteiktur laukur:
    2 stórir laukar
    1 msk. sykur
    1 msk. soyasósa
    salt og pipar
    2-3 msk. bjór

Aðferð: Skerið laukana í frekar þunnar sneiðar. Steikið laukinn upp úr smá olíu þar til hann fer að brúnast vel. Bætið við salti og pipar, sykri og soyasósu og steikið í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið bjórnum út í og steikið í góðar 5 til 10 mínútur. Hamborgarabrauðið er frá Gæða bakstri og er vegan. En svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða þegar velja á áleggið en á þessum borgara má einnig sjá hvít-lauksmæjónes (hvíta sósan), tómata og kál.

EFTIRRÉTTUR  
Frosin ostakaka með Oreo botni
    20 stk Oreo kexkökur
    70 g bráðið vegan smjör (notið hvaða vegan smjör sem er, t.d. Ljóma smjörlíki)
    1 þeytirjómi frá Alpro (2 dl)
    2 öskjur Påmackan rjómaosturinn frá Oatly (300g)
    1 og 1/2 dl sykur
    1 msk. vanillusykur
    2-3 msk. kalt uppáhellt kaffi (fer alfarið eftir því hversu mikið kaffibragð þið viljið hafa)

Aðferð: Myljið niður Oreo kexið. Hellið muldu kexinu í skál. Bræðið smjörið, hellið því ofan í skálina og blandið vel saman við kexið með sleif. Hellið blöndunni í 20 cm smelluform og þrýstið vel í botninn. Setjið formið í frystinn á meðan þið undirbúið fyllinguna. Þeytið rjómann í stórri skál og leggið til hliðar. Bætið restinni af hráefnunum í aðra stóra skál og þeytið saman. Bætið þeytta rjóm-anum út í skálina og þeytið allt saman í nokkrar sekúndur, eða þar til allt er vel blandað saman. Hellið blöndunni ofan í smelluformið og setjið í frystinn yfir nótt eða í allavega fjóra klukkutíma. Toppið kökuna með því sem ykkur lystir. Gott er að láta kökuna standa í nokkrar mínútur áður en hún er borin á borð, best ísköld.

Verði ykkur að góðu

Sigga sigga sigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir