Vetrarstarf Júdódeildar Tindastóls hefst 16. september
Vetrarstarf Júdódeildar Tindastóls hefst þriðjudaginn 16. september og verða æfingar á þriðjudögum og föstudögum í íþróttasal gamla barnaskólans við Freyjugötu. Þjálfarar eru Einar Örn Hreinsson 1. kyu og Jakob Smári Pálmason 2. kyu.
Samkvæmt auglýsingu frá júdódeildinni verða æfingatímar fyrir 6-12 ára eru frá 17:00 – 19:00 og fyrir 13-18 ára frá 19:00 – 21:00. Æfingatímar fyrir 19 ára og eldri verða ákveðnir síðar.
Æfingagjald er 2.000 kr. á mánuði en fyrsti mánuðurinn er frír fyrir nýja iðkendur. Helmingsafsláttur er veittur fyrir annað systkini og frítt fyrir þriðja og fleiri.
Skráningar og upplýsingar hjá Magga Hinriks í síma 895-4407 eða hjá Einari Erni í síma 857-3008 eða á netfangið judo@tindastoll.is.
Loks vill júdódeildin einnig koma á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga sem lagt hafa lóð á vogarskálarnar við fjársöfnun vegna kaupa á júdóvelli.