Viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar - Vísindi og grautur

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa undanfarna vetur haldið fyrirlestraröð undir heitinu Vísindi og grautur. Vegna Covid-19 hefur þessi fyrirlestraröð verið flutt á netið í vetur og verður því aðgengileg öllum áhugasömum. Annað erindi vetrarins verður haldið miðvikudaginn 2. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá ferðamáladeild segir að í erindinu muni Sigríður Sigurðardóttir fjalla um niðurstöður rannsóknar um viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar, hvaða sess torhús hafa í hugum heimamanna og viðbrögð erlendra gesta gagnvart þeim.

„Sigríður Sigurðardóttir, er aðjúnkt við Háskólann á Hólum og vann rannsóknina í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands, Minjastofnun Íslands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Byggðasafn Skagfirðinga. Byggðarannsóknarsjóður Byggðastofnunar styrkti rannsóknina.  Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur skýrslum (I Viðhorf til nytja og minjagildis torfbygginga og II  Viðhorf til torfbygginga í ferðaþjónustu) sem hægt er að nálgast á vefsíðu skólans á: http://holar.is/ferdamaladeild/utgefid_efni. Efni þriðju skýrslunnar, sem er III Gestadómur um torfbæi, verður einnig kynnt í erindinu.

Erindið verður flutt á Zoom.  Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig inn á fundinn í síðasta lagi daginn áður til að tengja viðkomandi inn á fundinn.“

Fyrirlesari:   Sigríður Sigurðardóttir
Tittill erindis:   Viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar    
Tími: 2. desember kl: 13:00-14:00
Fyrirlesturinn verður haldinn á Zoom.
Nauðsynlegt er að skrá sig, á þessari slóð: https://forms.gle/uy7CQWwYh3cDxFtP7
Þeir sem skrá sig fá senda Zoom-slóð fyrir upphaf fundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir