Viðurkenningar veittar fyrir snyrtilegt umhverfi
Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar í 20. sinn þann 16. ágúst síðastliðinn en þær eru veittar árlega þeim aðilum sem þykja til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Sveitarstjórn skipar nefnd sem heldur utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur, umhverfisstjóra. Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestra.
Að þessu sinni voru veittar fjórar viðurkenningar:
Hvammstangabraut 1, Hvammstanga fyrir vel hirta og fallega einkalóð. Eigendurnir, Björg Sigurðardóttir og Stefán Þórhallsson, hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.
Smáragrund 5, Laugarbakka fyrir vel hirta og fallega einkalóð. Eigandinn, Þráinn Traustason, hefur hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber honum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.
Ásland í Fitjárdal fyrir vel hirta og snyrtilega landareign. Eigendurnir, Gyða Sigríður Tryggvadóttir og Þorgeir Jóhannesson, hafa hugað vel að mannvirkjum og umhverfinu öllu sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.
Gunnlaugur Valdimarsson fyrir að huga vel að umhverfinu með því að tína upp rusl meðfram vegum í sveitarfélaginu. Gunnlaugar hefur að eigin frumkvæði lagt sig fram við að tína upp rusl meðfram þjóðvegi 1 og öðrum vegum í sveitarfélaginu, það ber honum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu umhverfi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.