Vilja milliuppgjör á stöðu sveitarfélagsins

 Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson lögðu á byggðaráðsfundi í gærmorgun fram tillögu þess efnis að endurskoðandi sveitarfélagsins framkvæmi milliuppgjör pr. 30.06. 2010 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Í uppgjörinu komi fram rekstrarniðurstaða í samanburði við fjárhagsáætlun, uppreiknaðar eignir, skuldir og skuldbindingar og helstu lykiltölur sambærilegar þeim er birtast í ársreikningi hverju sinni.

Var tillaga þeirra Bjarna og Stefáns samþykkt en jafnframt var samþykkt að einnig komi fram í milliuppgjöri þær samanburðartölur og viðmið sem  eftirlitsnefnd sveitarfélaga notar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir