Vilt þú taka þátt í mótun framtíðar?
Í kvöld kl. 21 flytja þau Martin Gren og Arna Björg Bjarnadóttir fyrirlestra, hann um stjórnmál náttúrunnar og Alþingi allra hluta og hún um hallæri af völdum hugarfars.
Laugardaginn 11. september verður haldin ráðstefna á Hólum um stefnumótun í stórum samfélagsmálum. Um er að ræða samfélagstilraun þar sem safnað er viðtölum, þau greind og síðan verður unnið í hópastarfi með þau atriði sem fólk telur skipta mestu máli fyrir Ísland. Stuðst er við aðferðarfræði Þjóðfundar í Laugardalshöll sem útfærð hefur verið af Þjóðarvettvangi. Ráðstefnan hefst með innleiðingu kl. 9 á annarri hæð skólahússins og fer hópavinnan fram í íþróttasalnum til klukkan 16 þegar niðurstöður hópanna verða kynntar.
Ekkert ráðstefnugjald
Skráning í netfangið sigursteinnmasson@gmail.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.