Vinadagur á miðvikudaginn
Árlegur vinadagur, sem er hluti af Vinaverkefninu hjá sveitarfélaginu Skagafirði, verður á miðvikudaginn kemur í íþróttahúsi Árskóla. Á vinadaginn mæta öll grunnskólabörn í Skagafirði ásamt skólahópum leikskólanna og nemendum FNV.
Allir skemmta sér saman eins og sannir vinir gera með söng, leik og dansi. Öllum Skagfirðingum er boðið að taka þátt í deginum með krökkunum, en dagskráin er eftirfarandi:
Kl 9:00-9:45 Allir í samveru í íþróttasal
Kl 9:50-10:10 Nesti
Kl 10:10-11:00 Svavar Knútur í íþróttasal
Kl 11:00-12:00 Árgangahittingur í bekkjarstofum
Kl 12:00 Dagskrá lýkur
