Vinir Dóra heimsækja Bæ

Það er nóg um að vera á Sumarsælu í Skagafirði en í kvöld verður boðið upp á opið hús á Listasetrinu Bæ, kl: 20:00 Listamenn opna vinnustofur sínar, kaffi á könnunni og Vinir Dóra halda uppi blús stemmingu.

Þá mun sjósundkappinn Lafleur bjóða fólki með sér í sjósund við nýja grjótgarðinn kl.17:00 í dag. Í kvöld er síðan einleikur með Skottu!Útileiksýning á Hólum í Hjaltadal kl. 21:00. Miðapantanir og nánari upplýsingar í síma, 898 9820.

Um aðra viðburði má lesa með því að smella á kassa merktan Sumarsælu hér til hliðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir