Vísindi og grautur - Félagsfjarlægð og hlunnindi ferðaþjónustu

Þriðja erindi vetrarins í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur sem Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir verður haldið miðvikudaginn 13. janúar næstkomandi. Þar mun Edward Hübens, prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen í Hollandi fjalla um framtíð ferðaþjónustu eftir heimsfaraldur og velta upp mögulegum sviðsmyndum af eftirköstum aðgerða til að stemma stigu við honum. Edward mun sérstaklega ræða hvernig ferðalög fólks geta skapað gagnkvæman skilning, stuðlað að friði og hnattrænu samlífi og hvernig áherslan á félagslega fjarlægð í faraldrinum getur haft áhrif á þessa kosti ferðamennsku.

Erindið verður flutt á Zoom. Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig inn á fundinn í síðasta lagi daginn áður til að tengja viðkomandi inn á fundinn.

Sjá nánar á vef Háskólans á Hólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir