Visit Skagafjörður nú á ensku

 

Skagfirski ferðavefurinn, www.visitskagafjordur.is hefur nú verið opnaður á ensku.  Á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um alla ferðaþjónustu í Skagafirði á einum stað, auk upplýsinga um áhugaverða staði og héraðið í heild. 

Vefurinn er rekin af sveitarfélaginu Skagafirði en uppfærsla hans er í höndum Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.  Í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að allar ábendingar um efni vefsins séu vel þegnar í netfangið info@skagafjordur.is

Á síðunni má nú m.a. finna upplýsingar um allar réttir í Skagafirði auk fleiri upplýsinga sem geta verið hagnýtar fyrir fólk á ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir