V.I.T. 2010 lokið þetta sumarið

V.I.T. (Vinna, Íþróttir, Tómstundir) var átaksverkefni á vegum Frístundasviðs Skagafjarðar nú í sumar.  Tuttugu unglingar á aldrinum 16-18 ára tóku þátt í verkefninu í upphafi. 

Verkefnið gekk út á það að unglingarnir fengu vinnu hjá hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum, sem og nokkrum deildum sveitarfélagsins, í gegnum V.I.T. og gaf þeim þess vegna tækifæri á atvinnu í sumar sem og reynslu á vinnumarkaði.  Átaksverkefnið endaði síðan í síðustu viku með námskeiðsviku þar sem boðið var upp á fræðslu og fjör en einnig fengu unglingarnir tækifæri á að meta verkefnið með það að leiðarljósi að bæta það fyrir komandi ár.  Verkefnastjóri V.I.T. var Árni Gísli Brynleifsson og er hann alveg kampakátur með útkomuna í sumar en segir þó  að það væri óskandi að ekkert átaksverkefni þyrfti til að skapa unglingum vinnu.  15 fyrirtæki/stofnanir tóku þátt í V.I.T. og voru allir sammála um að þetta hafi gengið vel og að unglingarnir hafi staðið sig frábærlega.  Frístundasvið Skagafjarðar vill þakka fyrirtækjunum og ekki síst unglingunum fyrir ánægjulegt samstarf í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir