Vonbrigða tap gegn Álftanesi

Tindastóll/Neisti lék gegn Álftanesi laugardaginn 7. ágúst í fyrstu deild kvenna og fór leikurinn fram syðra.  -Það er með hreinum ólíkindum að T/N hafi tapað þessum leik, segir Bjarki Már þjálfari liðsins.

T/N komst yfir á 11. mínútu þegar að hin unga Bryndís átti góða sendingu á Höllu Mjöll sem negldi boltanum í netið af öryggi og staðan 0-1.  En aðeins 6 mínútum síðar þá jafnaði Álftanes leikinn, staðan því 1-1 og þannig var hún í hálfleik.

Álftanes byrjaði seinni hálfleikinn með tveimur mörkum á fyrstu 10 mínútunum og komust í 3-1.  Þóra Rut náði svo að minnka muninn fyrir T/N þegar hún var nýkomin inn á, staðan 3-2 og rétt rúmur hálftími eftir af leiknum.  En þetta urðu lokatölur leiksins.

-Það er með hreinum ólíkindum að T/N hafi tapað þessum leik því að liðið stjórnaði leiknum nánast allan leikinn.  Liðið misnotaði a.m.k. 7 dauðafæri þar sem leikmenn voru sloppnir í gegn einir gegn markmanni.  Fyrir utan önnur mjög góð dauðafæri sem liðið fékk í leiknum.  Meðan að heimastúlkur voru með nánast 100% nýtingu úr sínum færum.  En það eru mörkin sem telja og sem betur fer er stutt í næsta leik hjá T/N, sem fer fram á Akureyri á þriðjudaginn 10.ágúst gegn Draupni, segir svekktur þjálfari liðsins, Bjarki Már Árnason.

Byrjunarlið: Tóta, Fríða Rún, Sunna Björk, Svava Rún, Guðný Þóra, Snæja, Rabbý, Elísabet, Bryndís, Halla Mjöll og Brynhildur.

Bekkur: Sigríður Heiða, Erla Björt, Þóra Rut, Sandra og Helga.

  • Skiptingar:
  • Þóra Rut og Erla Björt komu inn fyrir Bryndísi og Brynhildi á 57. mín.
  • Sigríður Heiða kom inn fyrir Guðnýju Þóru á 74. mín.
  • Helga kom inn á fyrir Fríðu Rún á 77. mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir