Fréttir

Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót

Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.
Meira

Jákvæður viðsnúningur hjá Húnaþingi vestra

Húnahornið greinir frá því að Húnaþing vestra hafi í fyrra skilað 77,6 milljón króna rekstrarafgangi og er það umtalsvert betri niðurstaðan en fjárhagsáætlun ársins með viðaukum gerði ráð fyrir. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 86 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Helsta skýringin er söluhagnaður rekstrarfjármuna sem nam 64,4 milljónum. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins neikvæð um 86 milljónir.
Meira

Bráðum verður hægt að hlaupa rathlaup í Húnabyggð

Um þessar mundir er verið að gera rathlaupakort í Húnabyggð og af því tilefni er boðið á námskeið í rathlaupum sunnudaginn 19. maí nk. kl.14-18. 
Meira

Blönduósingurinn Eysteinn Pétur er nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Varnarjaxlinn ólseigi, Eysteinn Pétur Lárusson, Blönduósingur og Bliki síðustu árin, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ en hann mun hefja störf 1. september 2024. Eysteinn Pétur kemur til KSÍ frá Breiðabliki þar sem hann var framkvæmdastjóri aðalstjórnar og áður knattspyrnudeildar félagsins í rúm 10 ár.
Meira

Emma Katrín Íslandsmeistari í 2. deildinni í badminton

Meistaramót Íslands í badminton fór fram í húsnæði Badmintonfélags Hafnarfjarðar við Strandgötuna í Hafnarfirði dagana 25.-27.apríl. Tindastóll sendi einn keppandi til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur en hún keppti í 2. deild, spilaði mjög vel og vann mótið sannfærandi án þess að tapa lotu. Hún vann þannig fyrsta Íslandsmeistaratitill Tindastóls í fullorðinsflokki í badminton.
Meira

Starfsfólk SSV heimsótti kollegana í SSNV

Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að starfsfólk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafi heimsótt starfssystkini sín á Norðurlandi vestra nú í vikunni. „Við áttum tvo góða og skemmtilega daga saman þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka,“ segir í fréttinni.
Meira

Nemendur unnu að landafræðisýningu af metnaði

Það styttist í skólaárinu en það er alltaf líf og fjör í skólunum. Nú í lok apríl var sagt frá því á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra að nemendur í landafræði á miðstigi höfðu unnið hörðum höndum að kynningum vikurnar á undan en þá hafði hver nemandi valið sér land og í framhaldinu útbúið kynningarefni um landið og loks var haldin sýning. Margir höfðu fundið til muni frá löndunum, buðu upp á tónlist og góðgæti.
Meira

Líklega kosið um sameiningu 8.-22. júní

Feykir sagði frá því fyrir viku að Húnabyggð og Skagabyggð hefðu samþykkt að ganga til kosninga í júní um sameiningu sveitarfélaganna. Að líkindum fer kosning fram dagana 8.-22. júní. Ef sameining verður samþykkt þá mun hún taka gildi 1. ágúst 2024. Síðastliðinn sunnudag var opinn fundur í Skagabúð fyrir íbúa Skagabyggðar þar sem sameiningarmál voru m.a. rædd.
Meira

„Það eina sem ég hugsaði um var að klára þetta færi“

Feykir spurði Elísu Bríeti Björnsdóttur, Skagstrendinginn unga, nokkurra spurninga að loknum leik Tindastóls og Fylkis sem fram fór í dag en hún átti enn einn flotta leikinn og var t.d. valin maður leiksins á Fótbolti.net. Elísa Bríet gerði fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta mark sitt í Bestu deildinni.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði Fylkis

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag en leikið var á Greifavellinum á Akureyri vegna vallarvesenis á Króknum. Ekki virtist Akureyrarferð sitja í Stólastúlkum eða það að spila á Greifavellinum – enda hver elskar ekki Greifann? Fylkir kom upp úr Lengjudeildinni síðasta haust og hafði farið vel af stað á tímabilinu, höfðu ekki tapað leik. En þær lutu í Greifagras í dag og máttu þola 3-0 tap gegn skemmtilegu liði Tindastóls.
Meira