Eldri borgarar í Húnaþingi vestra gerðu gott mót
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
11.05.2024
kl. 08.46
Þrjár sveitir frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra tóku í gær þátt í Vesturlandsmótinu i boccia sem fram fór í Snæfellsbæ. „Í fyrsta skipti náði lið frá okkur í úrslit, vann sinn riðil og endaði í 4. til 6. sæti,“ segir í frétt á Facebook-síðu félagsins. Það voru níu manns sem tóku þátt í mótinu fyrir hönd eldri borgara í Húnaþingi vestra.
Meira
