Fréttir

Hvort má bjóða yður rostung eða rollu?

Útburðarkona Morgunblaðsins á Króknum gekk fram á góða gesti á Kirkjutorginu í morgun. Semsagt rollur. Í dag komu fleiri gestir í heimsókn á Krókinn því skemmtiferðaskip lagðist að bryggju. Fyrr í sumar var það rostungur sem tók á móti gestum skemmtiferðaskipa og nú er kannski spurning hvort þetta rollutrikk sé liður í móttöku ferðamanna hjá sveitarfélaginu – semsagt að í stað rostungs geti ferðamenn notið kynna af íslenskum rollum.
Meira

Alþingi verður sett í dag

Alþingi verður sett í dag, þriðjudaginn 12. september, og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.
Meira

Miðar á Laufskálaréttarballið komnir í sölu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina, en það eru þeir Siggi Doddi, Adam Smári og Viggó Jónsson sem eru mennirnir á bak við stóra Laufskálaréttarballið sem haldið verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum laugardaginn 30. september næstkomandi.
Meira

Frændgarður fær andlitslyftingu

Frændgarður sem er eitt af þremur húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi fékk á dögunum andlitslyftingu. Málningavinnan tók ótrúlega stuttan tíma en að sögn Guðrúnar Þorvaldsdóttur hjá Versturfarasetrinu var húsið sprautað. Snillingarnir sem unnu verkið voru þeir Erling Sigurðsson málari og Fjólmundur Traustason, sem stjórnaði bíllnum, en mikið af verkinu var unnið úr körfu á vörubíl því þökin eru mjög brött.
Meira

Engin vonbrigði varðandi viðhorf og viðleitni strákanna

Lið Tindastóls spilaði síðasta leik sinn í 4. deildinni þetta sumarið s. fimmtudag en þá heimsóttu strákarnir lið KÁ á Ásvelli í Hafnarfirði. Ljóst var fyrir leikinn að Stólarnir myndu enda keppni í fjórða sæti hvernig svo sem leikir síðustu umferðar færu. Heimamenn komust yfir strax í byrjun og enduðu á að vinna leikinn 4-2.
Meira

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni... - segir m.a. í innsendri grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Árnadóttur.
Meira

Þrír eldislaxar hafa fundist í Húseyjarkvíslinni

Feykir sagði frá því skömmu fyrir helgi að enn hefði ekki fundist eldislax í Staðará og Húseyjarkvísl í Skagafirði en vitað var til þess að einn eldislax hefði fundist í Hjaltadalsá. Nú er komin önnur vika og samkvæmt upplýsingum Valgarðs Ragnarssonar, sem er æðstráðandi í Kvíslinni, þá hafa þrír eldislaxar nú fundist í Húseyjarkvislinni.
Meira

Stólastúlkur stigi frá að tryggja sætið í Bestu deildinni

Tindastóll sótti lið Selfoss heim í annarri umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar í dag. Á sama tíma áttust við lið ÍBV og Keflavíkur í Eyjum en fyrir umferðina stóð lið ÍBV best að vígi, þá kom lið Tindastóls og loks lið Keflavíkur. Selfossliðið var hins vegar þegar fallið en gaf ekkert eftir gegn Stólastúlkum sem reyndust þó sterkari á endanum og unnu leikinn 1-2.
Meira

Íbúafundur um hönnun á bættu aðgengi í Staðarbjargavík

Hönnunarferli vegna aðgengis fyrir ferðamenn í Staðarbjargavík á Hofsósi stendur nú fyrir dyrum en í síðustu úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hlaut Skagafjörður styrk fyrir hönnun á bættu aðgengi á svæðinu. Sveitarfélagið boðar því til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi þriðjudaginn 12. september og hefst fundurinn kl 17:00.
Meira

Eldislaxinn rakinn til Patreksfjarðar

Í frétt á Húnahorninu segir að rekja megi eldislaxa sem veiðst hafa m.a. í Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá til sex hænga sem notaðir voru til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæðis Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði haustið 2021. Tveir af þessum sex hængum voru einnig notaðir til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæði Arnarlax við Tjaldanes í Arnarfirði haustið 2021.
Meira