Fréttir

Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi : Sigurjón Þórðarson skrifar

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar. Kvóta­kerfið hef­ur skilað helm­ingi minni afla á land en fyr­ir daga þess og kvótaþegar hafa kom­ist upp með að selja helstu út­flutn­ingsaf­urð þjóðar­inn­ar í gegn­um skúffu­fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um.
Meira

Vilja fleiri frábærar konur af Norðurlandi vestra

Bryndísi Rún Baldursdóttur, markaðsstjóra Ungra athafnakvenna, langar að fá fleiri konur af Norðurlandi vestra til að vera með í þessum frábæra félagsskap sem UAK er. Hún setti sig í samband við Feyki og sagði okkur frá því hvað UAK er og líka hver hún sjálf er. „Stundum gætir þess misskilnings að viðkomandi þurfi að vera í atvinnurekstri til að vera í félaginu, það er alls ekki svo. Þetta er vettvangur fyrir konur til að eflast og styrkja tengslanetið sitt, félagið heldur alls kyns viðburði í þeim tilgangi. Það er ekkert aldurstakmark í félagið, allar konur geta verið ungar í anda svo þeim er öllum velkomið að ganga til liðs við okkur.“
Meira

Góður árangur á Norðurlandamóti í Álaborg

Um síðustu helgi tóku fjórir keppendur frá Skotfélaginu Markviss þátt fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti í haglagreininni Norrænt Trapp (Nordisk Trap) sem fram fór á skotsvæði eins skotfélaganna í Álaborg (Aalborg flugtskydningsforening). Er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingum er boðið að taka þátt í þessu móti en auk íslands mættu Færeyingar einnig til keppni, ásamt Norðmönnum, Svíum og Dönum.
Meira

Frábær mæting á sýningaropnun Heima/Home

Um 150 manns lögðu leið sína í Hillebrandtshúsið á Blönduósi á laugardaginn 2. september á opnunardegi sýningarinnar Heima/Home. Þar sýna 20 listamenn af Norðvesturlandi verk sín sem öll tengjast hugmyndinni um hvað heimilið er. Gestir fá einnig tækifæri til að deila sínum sögum eða hugmyndum af heimilinu á samfélagsvegg í sýningarrýminu.
Meira

Emma Katrín og Júlía María gerðu gott mót í Fredrikshavn

Um helgina fór stórt badmintonmót fram í Arena Nord í Fredrikshavn í Danmörku, alls voru um 340 þátttakendur skráðir til leiks og þar af 50 frá Íslandi. Á heimasíðu Tindastóls er sagt frá því að í íslenska hópnum voru tveir þátttakendur frá Badmintondeild Tindastóls, þær Emma Katrín og Júlía Marín Helgadætur.
Meira

Eldislax fannst að líkindum í Blöndu

Sagt er frá því á rúv.is að Blanda hafi um helgina bæst í hóp þeirra laxveiðiáa þar sem nýgenginn eldislax hefur fundist upp á síðkastið. „Það vildi þannig til að Guðmundur Haukur Jakobsson fór að laxastiganum í Blöndu til að hreinsa teljara. Það þarf að gera þegar áin er á yfirfalli. Þegar hann lokaði teljarahólfinu var í honum lúsugur lax. Hann háfaði tvo þeirra upp, drap þá og þótti þeir bera öll merki eldislax,“ segir í fréttinni.
Meira

Stóla- og Keflavíkurstúlkur skiptu með sér stigunum

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust á Sauðárkróksvelli í dag í fyrstu umferð úrslitakeppni liðanna í neðri hluta Bestu deildarinnar. Suðvestan strekkingur setti talsvert strik í leikinn en var þó ekki það strembinn að ekki væri hægt að spila boltanum. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Stólastúlkur jöfnuðu eftir klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1 og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
Meira

„Það er mjög gaman að vera hluti af þessu liði“ segir Gwen Mummert

Það var ljóst fyrir tímabilið í Bestu deildinni að lið Tindastóls yrði að styrkja sig. Augljóslega þurfti að finna markvörð í stað Amber Michel sem ákvað að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Í hennar stað kom Monica Wilhelm og á sama tíma gekk Gwen Mummert til liðs við Stólastúlkur. „Gwen er gríðarlega sterk og fljót, er góð á boltanum, með góðar sendingar og mjög sterk i föstum leikatriðum. Mörg lið voru á höttunum eftir Gwen og mikil ánægja er með að hún hafi valið að koma á Krókinn,“ sagði Donni þjálfari við Feyki þegar þær stöllur voru kynntar til sögunnar.
Meira

Rabb-a-babb 219: Hrund á Sjávarborg

Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga fékk það verðuga verkefni að svara Rabb-a-babbi í Feyki og hún var eldsnögg að tækla það. Hrund er fædd árið 1987 eða um það leyti sem Whitney Houston fór á toppinn með I Wanna Dance With Somebody og ein mesta orkuballaða sögunnar, Alone með Heart, var að gera það gott. Hrund er dóttir Jóhanns Albertssonar og Sigríðar Lárusdóttur og því alin upp í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún er gift Gunnari Páli og saman eiga þau tvö börn, Heklu Sigríði 7 ára og Val Helga 3ja ára.
Meira

Mikið kredit á Atla og Orra

Feykir sagði frá því fyrr í dag að lið Kormáks/Hvatar hefði borið sigurorð af liði Árbæjar í 3. deildinni. Leikurinn var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í 2. deild að ári og nú hafa Húnvetningar fimm stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar, Árbæ, þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan er því afar vænleg. Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar svaraði spurningum Feykis í leikslok.
Meira