Fréttir

Fann taktinn þegar leið á kvöldið

„Mér fannst ganga vel, ég var að skora vel og leið vel með hvernig ég var að spila,“ segir Arnar Geir Hjartarson, pílukastari frá Pílukastfélagi Skagafjarðar, þegar Feykir spyr hvernig honum hafi fundist ganga hjá sér í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í pílu en hann var mættur í Bullseye sl. miðvikudagskvöld. „Ég var nokkuð stöðugur í gegnum alla leikina og náði að spila betur þegar á reyndi á móti sterkari andstæðing. Útskotin gengu ekki alveg nógu vel í byrjun, smá stress og spenna, en svo fann ég taktinn þegar leið á kvöldið,“ sagði kappinn.
Meira

Ismael með tvö á Grenivík og eitt stig til Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar færðist risastóru hænuskrefi nær 2. deildinni í dag þegar enn eitt markið í uppbótartíma færði liðinu eitt stig á erfiðum útivelli á Grenivík. Ismael Moussa gerði bæði mörk liðsins í dag og er nú orðinn markahæstur í 3. deild með 17 mörk og heldur betur búinn að vera drjúgur í sumar. Lokatölur á Grenivík 2-2 eftir að staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Magna.
Meira

Atli Víðir og Ingvi Þór píluðu til sigurs

Fyrst pílumótið eftir sumarfrí fór fram í gærkvöldi hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar. Spilaður var svokallaður tvímenningur en tíu lið mættu til leiks. Fram kemur í færslu á Facebook-síður félagins að kvöldið hafi verið virkilega skemmtilegt og mikil stemning. Það voru þeir Atli Víðir og Ingvi Þór Óskarsson sem fóru með sigur af hólmi en þeir lögðu feðgana Einar Gíslason og Hlyn Frey Einarsson í úrslitaleik
Meira

Magnús Freyr í loftslagsmálin hjá Byggðastofnun

Magnús Freyr Sigurkarlsson jarðfræðingur hefur verið ráðinn í tímabundna stöðu sérfræðings á sviði loftslagsmála á þróunarsviði Byggðastofnunar en alls sóttu 17 um stöðuna. Magnús Freyr er með BSc og MSc gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands þar sem megin viðfangsefnin voru mælingar og kortlagningar á framhlaupsjöklum. Magnús starfaði áður sem náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland og sem sérfræðingur Umhverfisstofnunar með yfirumsjón yfir náttúruverndarsvæðum á Suðurlandi.
Meira

Gullborgurum Húnabyggðar boðið á hlaðborð hjá B&S

Gullborgurum í Húnabyggð var boðið á fiskihlaðborð og meðlæti á veitingastaðinn B&S á Blönduósi í gær. Feykir hafði sambandi við Björn Þór eiganda B&S sem segir þetta einungis til gamans gert. „Okkur hjónunum finnst þetta gefandi og gaman.“ segir Björn en hugmyndin kviknaði í Covid en þá var matnum keyrt í hús. Síðan hefur þetta haldið áfram.  
Meira

Aðstoðarþjálfari og styrktarþjálfarar klárir í slaginn

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að framlengdir hafa verið samningar við þá Svavar Atla Birgisson, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, og Ísak Óla Traustason, styrktarþjálfara meistaraflokks karla. Daníel Þorsteinsson er aftur á móti nýr í brúnni en hann hefur verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna og Körfuboltaakademínu FNV.
Meira

Húnvetningar herja á Grenivík

Það hafa mörg fótboltaliðin farið fýluferð til Grenivíkur í gegnum tíðina. Lið Kormáks/Hvatar gírar sig nú glaðbeitt upp í ferð á víkina Grenis því á morgun spila Húnvetningar 21. leik sumarsins og með hagstæðum úrslitum gætu þeir tryggt sér sæti í 2. deild þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.
Meira

Helgistund í Sjávarborgarkirkju

Sunnudaginn 10. september kl. 14 verður helgistund í Sjávarborgarkirkju í Skagafirði en 40 ár eru liðin síðan kirkjan var endurvígð. Félagar úr kirkjukór Sauðárkrókskirkju leiða sálmasöng og Rögnvaldur Valbergsson organisti spilar undir á harmoniku. Kaffisopi og kleinur eftir stundina. Séra Sigríður Gunnarsdóttir býður alla velkomna. 
Meira

Dýrmætum gripum slátrað í Miðfirði

„Niðurstöður arfgerðarsýna úr fjárstofninum á bænum Bergsstöðum í Miðfirði sýna að mörgum dýrmætum gripum var slátrað og niðurstöðurnar því mikið áfall fyrir bændur,“ segir í frétt sem birt var á vef Bændablaðsins í gær. Í apríl kom upp riða í Miðfirði á bænum Bergsstöðum og í kjölfarið var öllu fé lógað þar, sem og á bænum Syðri-Urriðaá, að skipan Matvælastofnunar. 
Meira

Mjög alvarlegt umferðarslys sunnan Blönduóss

Mbl.is greinir frá því að þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar og all­ir til­tæk­ir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út upp úr klukk­an fimm í morg­un þegar til­kynnt var um mjög al­var­legt um­ferðarslys á þjóðveg­in­um rétt sunn­an við Blönduós en rúta með á þriðja tug farþega hafði farið út af veginum. Í frétt frá því skömmu fyrir sjö í morgun er sagt að þyrlan hafi flutt þrjá slasaða farþega suður.
Meira