Fréttir

Opinn samráðsfundur í dag um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, verður með opinn samráðsfund á Sauðárkróki um málefni fatlaðs fólks í dag, föstudaginn 18. ágúst, á Gránu Bistro kl. 17:00. 
Meira

Hvítur himbrimi í höfninni á Króknum

Fyrr í dag birti Viggó Jónsson myndir af sérkennilegum fugli á sundi í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Birti hann myndirnar á Facebook og eru menn sammála um að þarna sé hvítur himbrimi og hefur fuglinn víst sést áður og annarsstaðar í Skagafirði.
Meira

Stíga þarf varlega til jarðar

Ársreikningur Húnabyggðar fyrir árið 2022 var tekinn til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins fyrir rúmri viku en hann er fyrsti ársreikningur sameinaðs sveitarfélags. Blönduós og Húnavatnshreppur sameinuðust fyrir rúmu ári eins og flestum ætti að vera í fersku minni. Í frétt Húnahornsins segir að samkvæmt ársreikningnum nam tap ársins um 220 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 74 milljón króna tapi.
Meira

Leiðbeiningar um losun garðaúrgangs á Króknum

Á vefsíðu Skagafjarðar er greint frá því að breytingar hafa orðið á því hvar íbúar geta losað garðaúrgang á Króknum.
Meira

Stórhátíð á Stórhóli á sunnudaginn

„Beint frá býli“ dagurinn er á sunnudaginn nk. og verður blásið til stórhátíðar fráá Stórhóli í Lýtingsstaðahrepp frá kl. 13 til 17 í tilefni af 15 ára afmæli „Beint frá býli“ verkefnisins.
Meira

Opið fyrir ábendingar um nýja jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur nú sett fyrstu drög að nýrri jafnréttisáætlun sveitarfélagsins í opið samráð á heimasíðu þess.
Meira

Opið fyrir umsóknir til þróunarverkefna í nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju

Þeim fjármunum sem úthlutað er í verkefninu er ætlað að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í þremur búgreinum: Nautgriparækt, sauðfjárrækt og garðyrkju.
Meira

Farsæld og vellíðan barna var þema fræðsludags skólanna í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í Varmahlíð sl. þriðjudag. Þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar að fræðsludagurinn er árlegur viðburður í Skagafirði og er þetta í tólfta sinn sem slíkur dagur er haldinn hátíðlegur. Tilgangur fræðsludags er fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár á samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Starfsfólk sem tók þátt í fræðsludeginum í ár var um 240 talsins.
Meira

Sveitasæla um helgina - Fjölskyldustemning og almenn skagfirsk gleði

Sveitasælan, landbúnaðar og bændahátíð í Skagafirði verður haldin laugardaginn 19. ágúst nk. frá klukkan 10:00 til 17:00 og fer venju samkvæmt fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Að sögn Sigurðar Bjarna Rafnssonar má búast við skemmtilegri fjölskyldustemningu og almennri skagfirskri gleði þar sem landbúnaðurinn verður í aðalhlutverki.
Meira

Blússandi byr hjá Húnvetningum í boltanum

Bleiki valtarinn rauk í gang í kvöld þegar lið Ýmis úr Kópavogi mætti liði Húnvetninga í 3. deildinni. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn á Blönduósi gert sjö mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lið Kormáks/Hvatar er því enn sem fyrr í öðru sæti 3. deildar þegar fimm umferðir eru eftir. Staðan er vænleg en eftir eru nokkur sleip bananhýði og það fyrsta er heimaleikur gegn liði Kára frá Akranesi nú um helgina.
Meira