Fréttir

Riðusérfræðingarnir heillaðir af norðlenskum bændum

Eins og Feykir greindi frá nýlega, mætti stór hópur erlendra vísindamanna á upphafssvæði riðuveiki vikuna 19. til 23. júní og fór í vettvangsferð í Svarfaðardalinn og Skagafjörðinn. Á lokafundinum voru allir sammála: Þeir voru heillaðir af brennandi áhuga sauðfjárbænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt. Þeim kom líka hinn sterki félagsandi bænda á óvart, náin tengsl þeirra við hjörðina sína, ástríðan og - í orðsins fyllstu merkingu - ódrepandi bjartsýni og seigla „riðubænda“ til að halda áfram þrátt fyrir að hafa misst kindurnar sínar í niðurskurði.
Meira

Sumarmessa í Stíflu í Fljótum á sunnudaginn

„Ég hvet fólk til að mæta í messuna sem byrjar kl. 14 á sunnudaginn og eiga saman góða stund,“ segir séra Halla Rut Stefánsdóttir þegar Feykir forvitnast um messuhald í Knappstaðakirkju í Stíflu í Fljótum. Messað er í Knappstaðakirkju einu sinni á ári og gerir Veðurstofan ráð fyrir sólríkum og fallegum sumardegi á Norðurlandi nú á sunnudaginn. Heimsókn í Fljótin hljómar því sem bráðsnjöll hugmynd.
Meira

Töfrasýning, tónleikar og smiðjur á Náttúrubarnahátíð

Það verður mikið fjör á Ströndum helgina 14.-16. júlí. Þá verður haldin árleg Náttúrubarnahátíð á Sauðfjársetrinu, sem er skammt sunnan við Hólmavík. Að venju verður þar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, en um er að ræða fjölskylduhátíð þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Á dagskránni eru bæði útivist, fróðleikur, smiðjur og listviðburðir. Ókeypis aðgangur er að hátíðinni og öllum viðburðum.
Meira

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Meira

Ámundakinn er bakhjarl og hvati til að efla atvinnu- og mannlíf

Á Húnahorninu undir lok júnímánaðar mátti lesa um aðalfund Ámundakinnar ehf. en hann var haldinn 14. júní síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi. Félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu. Rekstrartekjur félagsins í fyrra, samkvæmt ársreikningin, námu 138 milljónum króna og hækkuðu um 2,2% milli ára. Rekstrargjöld námu 80,4 milljónum og hækkuðu um 9,5%.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar við Varmahlíð og samkeppni um götunöfnin

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti nú á dögunum tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Varmahlíð. Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls. Í tillögunni er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum í tveimur nýjum götum. Um leið er blásið til samkeppni meðal íbúa Skagafjarðar um nöfn á göturnar, merktar A og B á teikningunni sem hér fylgir
Meira

Samþykkt að hafna tilboði um kaup á húsi Bjarna Har

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar sl. 28. júní lá fyrir boð erfingja Bjarna Haraldssonar, kaupmanns á Sauðárkróki, til Skagafjarðar um að kaupa fasteignina Aðalgötu 22 fyrir söluverðið 120 milljónir króna.Samþykkt að hafna tilboði um kaup á húsi Bjarna Har
Meira

Mikilvægur sigur Stólanna á liði KÁ

Tindastólsmenn hrisstu af sér svekkelsistap helgarinnar þegar þeir tóku á móti Hafnfirðingum í liði KÁ á Sauðárkróksvelli í gær. Gestirnir voru sæti ofar en Stólarnir fyrir leik og voru það raunar eftir leik líka en bilið nú tvö stig í stað fimm.Stólarnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og höfðu í raun tryggt sér stigin snemma í síðari hálfleik. Lokatölur 3-1 og mikilvæg stig á töfluna fyrir lið Tindastóls.
Meira

Vera Silfrastaðakirkju í útbænum á Króknum útskýrð

Sumum kemur það örugglega spánskt fyrir sjónir að sjá frekar óhrjálega kirkju standa afgirta norðan við Verslun Haraldar Júl í útbænum á Króknum. Heimafólk þekkir hvað til stendur en margur ferðamaðurinn klórar sér kannski í kollinum. Það þótti því við hæfi að setja upp skilti utan á vinnuskúrinn sem byggður hefur verið utan um Silfrastaðakirkju, sem er í viðgerð á Trésmiðjunni Ýr, þar sem saga kirkjunnar er sögð í máli og myndum.
Meira

Skýjaþjónusta IBM til liðs við Borealis Data Center

Húnahornið segir frá því að Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á Blönduósi, Reykjanesi og í Reykjavík, hefur gert samning við IBM Cloud um að hýsa hluta skýjaþjónustu IBM á Íslandi. „Það gerir viðskiptavinum fyrirtækjanna kleift að bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að grænni skýjaþjónustu hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Markmiðið með samningnum er að finna sjálfbæra leið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem vill lækka kolefnisspor sitt með því að veita umhverfisvæna skýjaþjónustu,“ segir í fréttinni.
Meira