Nýi Dansskóli Húnaþings vestra slær í gegn

Nýi Dansskólinn í Húnaþingi vestra. MYND MENHÚNVEST
Nýi Dansskólinn í Húnaþingi vestra. MYND MENHÚNVEST

Fjöldi skráninga í nýja Dansskóla Húnaþings vestra fór fram úr björtustu vonum. Alls eru 52 nemendur nú skráðir og því ljóst að þörfin fyrir dansskóla í Húnaþingi er greinilega mikil, segir á heimasíðu Menningarfélags Húnaþings vestra. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fjöldi nemenda kemur frá nágrönnum okkar og vinum í austursýslunni. Dæmi er um að sumir nemendur séu að fara keyra 80 kílómetra, aðra leiðina, til að mæta,“ segir Sigurður Líndal formaður Menningarfélagsins.

Sökum nemendafjölda, og dreifingu nemenda í mismunandi hópa, er ljóst að endurskoða þarf stundaskrá eins og til stóð og einnig verður tillit tekið til breyttra æfingaplana hjá Kormáki, þannig að allir geti tekið þátt í öllu sem þau langar. Skólinn hefst mánudaginn 25. september og það verður gaman að fylgjast með dansandi Húnvetningum þegar fram líða stundir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir